fös 01. janúar 2021 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Man City án fimm leikmanna vegna Covid
Mynd: Getty Images
Manchester City verður án fimm leikmanna þegar liðið heimsækir Chelsea næsta sunnudag vegna Covid smita innan hópsins.

Vitað er að Kyle Walker og Gabriel Jesus eru smitaðir af veirunni en hina þrjá leikmennina hefur ekki mátt nefna á nafn. Talið er að Ederson, markvörður Man City, sé meðal þeirra.

„Enska úrvalsdeildin leyfir okkur ekki að nefna sýktu leikmennina en þið komist að því hverjir þeir eru þegar hóparnir eru kynntir á sunnudaginn," sagði Pep Guardiola, stjóri Man City.

Frestað var viðureign Man City gegn Everton í vikunni vegna smita innan hóps City þar sem óttast var að leikmenn liðsins gætu smitað leikmenn Everton. Enginn hjá City hefur greinst með Covid eftir síðustu þrjú smit og vonar allur knattspyrnuheimurinn að fleiri séu ekki smitaðir því það gæti orðið gríðarlega stórt vandamál.

Chelsea verður án Reece James sem er meiddur en Hakim Ziyech gæti komið aftur inn í liðið eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í byrjun desember.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner