Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 01. janúar 2021 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Ófaglegt hvernig staðið var að frestuninni
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er ekki sáttur með takmarkað upplýsingaflæði á erfiðum tímum í ensku úrvalsdeildinni. Viðureign Tottenham og Fulham átti að fara fram á miðvikudagskvöldið en var frestað vegna fjölda Covid-smita innan herbúða Fulham.

Tottenham mætir Leeds United í hádeginu á morgun og svaraði Mourinho spurningum fréttamanna í dag.

„Ég vil ekki tala mikið um þetta mál. Ég vil bara segja að það er ófaglegt hvernig staðið var að frestuninni," sagði Mourinho.

„Þessi ákvörðun kemur sér illa fyrir okkur eftir þrotlausa vinnu alla vikuna. Allt æfingaprógramið riðlaðist til, við hefðum æft öðruvísi ef við hefðum vitað að leiknum yrði frestað. Við vissum það ekki fyrr en rétt fyrir leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner