fös 01. janúar 2021 06:00
Victor Pálsson
Nuno ákærður af enska sambandinu
Mynd: Getty Images
Nuno Esporito Santo, stjóri Wolves, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu eftir ummæli sem hann lét falla í desember.

Nuno eins og hann er yfirleitt kallaður gagnrýndi Lee Mason dómara harkalega eftir 2-1 tap gegn Burnley þann 21. desember síðastliðinn.

Portúgalinn sagðist þá þekkja vel til Mason og það væri vandamál hvernig hann væri að dæma leiki. Einnig sagði Nuno að hann vonaðist eftir því að Mason myndi ekki dæma annan leik hjá Úlfunum.

Nuno baðst í kjölfar afsökunar á tímasetningu ummælana en neitaði að taka þau til baka.

Knattspyrnusambandið hefur því ákært stjórann sem hefur til 5. janúar næstkomandi til að áfrýja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner