sun 01. janúar 2023 10:33
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Mónakó ná saman um Badiashile
Benoit Badiashile er á leið til Chelsea
Benoit Badiashile er á leið til Chelsea
Mynd: EPA
Chelsea og Mónakó hafa náð samkomulagi um kaup og sölu á franska varnarmanninum Benoit Badiashile. Það er Athletic
Badiashile er 21 árs gamall miðvörður sem er uppalinn hjá Mónakó en hann er þegar kominn með talsverða leikreynslu.

Hann á að baki 135 leiki fyrir aðallið Mónakó og hefur frammistaða hans með liðinu ekki farið framhjá neinum.

Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, valdi Badiashile í landsliðið í september og spilaði hann þar tvo leiki í byrjunarliði gegn Danmörku og Austurríki.

Chelsea hefur verið á höttunum eftir Badiashile síðustu daga og er félagið nú búið að ná samkomulagi við Mónakó um kaupverð. Hann mun kosta um 34 milljónir punda.

Badiashile er búinn að semja við Chelsea um kaup og kjör, en hann mun nú ferðast til Bretlandseyja og gangast undir læknisskoðun áður en hann verður kynntur.

Þetta verða önnur kaup Chelsea í janúarglugganum á eftir David Datro Fofana, sem er mættur til félagsins frá Molde.
Athugasemdir
banner
banner