Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. janúar 2023 15:58
Brynjar Ingi Erluson
England: Emery með tak á Tottenham
Douglas Luiz fagnar marki sínu í dag
Douglas Luiz fagnar marki sínu í dag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tottenham 0 - 2 Aston Villa
0-1 Emiliano Buendia ('50 )
0-2 Douglas Luiz ('73 )

Aston Villa vann í dag þriðja sigur sinn undir stjórn Unai Emery er liðið bar sigur úr býtum gegn Tottenham, 2-0, í Lundúnum. Þetta var bitlaust hjá heimamönnum í dag sem eru þó áfram í 5. sæti með 30 stig.

Tottenham átti besta færi fyrri hálfleiksins er Ashley Young bjargaði skalla Harry Kane á línu á 39. mínútu.

Ollie Watkins átti eina færi Villa í fyrri hálfleiknum en skot hans fór framhjá markinu.

Villa fékk draumabyrjun í síðari hálfleiknum. Douglas Luiz lét vaða af löngu færi og misreiknaði Hugo Lloris, markvörður Tottenham, boltann eitthvað því hann varði boltann klaufalega út í teig á Watkins sem var grimmur í baráttunni áður en hann kom boltanum í miðjan teiginn á Emi Buendia sem skoraði af öryggi.

Gestirnir náðu tveggja marka forystu tuttugu mínútum fyrir leikslok er Boubacar Kamara vann boltann af Harry Kane á vallarhelming Tottenham. Hann lagði boltann á John McGinn sem átti laglega sendingu inn í teiginn á Luiz sem kláraði í hægra hornið.

Það vantaði alla ákefð í Tottenham í dag. Liðið átti ekki eitt skot á markið í þeim síðari. Vissulega vantaði leikmenn á borð við Rodrigo Bentancur, Dejan Kulusevski, Richarlison og Lucas Moura, en eitthvað er ekki í lagi.

Villa tókst að halda út og fagnaði 2-0 sigri. Þriðji sigur liðsins undir stjórn Unai Emery og er hann áfram taplaus í öllum fjórum leikjum sínum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni,

Liðið er nú í 12. sæti með 21 stig en Tottenham eins og áður segir í fimmta sæti með 30 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner