Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. janúar 2023 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Neitar að svara spurningum um Ronaldo
Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo
Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Bresku blaðamennirnir hætta ekki að spyrja Erik ten Hag, stjóra Manchester United, út í Cristiano Ronaldo og hans ævintýri, en hann neitar að svara spurningum um leikmanninn.

Ronaldo sleit samstarfi sínu við Man Utd fyrir HM í Katar en það gerðist eftir að hann kom fram í viðtali hjá breska sjónvarpsmanninum Piers Morgan.

Portúgalski sóknarmaðurinn lét allt flakka þar. Hann gagnrýndi eigendur félagsins, aðstöðuna og hugarfar leikmanna, en þar að auki sagðist hann ekki bera neina virðingu fyrir Ten Hag.

Man Utd komst að samkomulagi við Ronaldo um að rifta samningnum en Ten Hag hefur ekki sagt orð um leikmanninn síðan og neitað að svara spurningum.

Ten Hag var enn og aftur spurður út í Ronaldo í gær en hann var fljótur að stýra umræðunni annað.

„Ég tala ekki um fortíðina, tölum frekar um framtíðina,“ sagði Ten Hag áður en hann fór að ræða um liðið sem hann er með í höndunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner