Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. janúar 2023 22:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Xavi reiður - Hætti við frí eftir jafntefli í grannaslag
Mynd: EPA

Barcelona og Espanyol skildu jöfn 1-1 í grannaslag á Camp Nou í gær en Xavi stjóri Barcelona var allt annað en sáttur með sína menn.


Dómari leiksins var Mateu Lahoz sem er þekktur fyrir að hafa gefið 18 gul spjöld í leik Argentínu og Hollands á HM í sumar. Hann hélt uppteknum hætti í gær og lyfti gula spjaldinu upp 15 sinnum og því rauða tvisvar.

Xavi vildi ekki kenna honum um úrslitin heldur sínum eigin leikmönnum.

Það var búið að ákveða frídag frá æfingum í dag en Barcelona birti myndir á Twitter af æfingu dagsins. Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Xavi hafi verið mjög reiður eftir leik gærdagsins og hafi hætt við að gefa leikmönnum frí.

Sjá einnig:
Xavi: Getum talað um dómarann en þetta var okkur að kenna


Athugasemdir
banner
banner