Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 01. febrúar 2020 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum ekki að hugsa um efstu fjögur sætin"
Nuno.
Nuno.
Mynd: Getty Images
„Þetta var góð frammistaða á Old Trafford og góður leikur fyrir okkur," sagði Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Úlfanna, eftir markalaust jafntefli gegn Manchester United.

„United er með gott lið. Það var jafnræði með liðunum, bæði lið fengu færi og vildu vinna. Ég er ánægður með frammistöðuna."

Síðan Úlfarnir komust upp í ensku úrvalsdeildina árið 2018 hefur liðinu gengið vel gegn þessum stærstu sex liðum deildarinnar.

„Við erum ekki að mæla okkur gegn stóru liðunum, við erum að hugsa um okkur sjálfa," segir Nuno. „Þetta snýst ekki um að loka einhverjum bilum eða spila með stóru liðunum, þetta er um okkur og andann sem er í hópnum."

Úlfarnir eru í sjöunda sæti með 35 stig, sex stigum frá Meistaradeildarsæti. „Við erum ekki að hugsa um efstu fjögur sætin. Núna fáum við frí og við ætlum að bæta okkur í fríinu."
Athugasemdir
banner