Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. mars 2020 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Foden fékk tækifæri í úrslitaleiknum: Ótrúlegur dagur
Foden naut þess í botn þegar lokaflautið gall.
Foden naut þess í botn þegar lokaflautið gall.
Mynd: Getty Images
Hinn 19 ára gamli Phil Foden kom óvænt inn í byrjunarlið Manchester City fyrir úrslitaleikinn í deildabikarnum gegn Aston Villa á Wembley.

Foden þykir mjög efnilegur en samkeppnin á miðjunni hjá City er mikil og fær hann því ekki mikið að spila. Pep Guardiola setti strákinn í byrjunarliðið í dag og nýtti hann tækifærið vel.

„Ég fékk að vita þetta í gær á æfingu. Ég gat ekki beðið eftir að spila. Þetta er ótrúlegur dagur," sagð Foden í viðtali við Sky Sports eftir leikinn.

„Ég verð að hrósa Aston Villa, þeir gáfu okkur mjög erfiðan leik."

„Þegar ég spila þá skiptir hver mínúta máli og ég reyni að gera mitt besta. Ég er stoltur af frammistöðu minni í dag. Þú lítur á leikmenn eins og Kevin de Bruyne og David Silva. Það er erfitt fyrir mig að komast í liðið og þegar ég fæ tækifæri þá verð ég að nýta það almennilega."
Athugasemdir
banner
banner
banner