Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Örn og Ísak Bergmann í tapliðum
Mynd: Eyþór Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson kom inn í hálfleik er Yeni Malatyaspor tapaði fyrir Denizlispor í tyrkneska boltanum.

Yeni var 1-0 undir í hálfleik og manni færri. Liðið átti skelfilegan leik þar sem aðeins tvær marktilraunir litu dagsins ljós, ein í hvorum hálfleik. Hvorug tilraunin rataði á markrammann.

Þetta var sjötta tap Yeni í röð í deildinni og er liðið rétt fyrir ofan fallsvæðið sem stendur. Viðar Örn á enn eftir að skora fyrir félagið.

Denizlispor 2 - 0 Yeni Malatyaspor
1-0 M. Yumlu ('34)
2-0 M. Barrow ('75)
Rautt spjald: T. Hadebe, Yeni ('45)

Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði þá allan leikinn á miðjunni hjá Norrköping í sænska bikarnum.

Norrköping heimsótti Tvååkers sem leikur í sænsku C-deildinni og leiddu gestirnir 0-1 í hálfleik.

Heimamenn sneru þó stöðunni við eftir leikhlé og uppskáru afar óvæntan 2-1 sigur.

Aðeins eitt lið kemst upp úr riðlinum og þarf Norrköping sigur gegn Falkenberg í lokaumferðinni til að komast áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner