banner
   lau 01. apríl 2017 23:31
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Warnock ósáttur við Heimi: Verður að hafa heila sem landsliðsþjálfari
Aron og Heimir glaðir fyrir leikinn gegn Írlandi - Warnock er ekki svona glaður
Aron og Heimir glaðir fyrir leikinn gegn Írlandi - Warnock er ekki svona glaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neil Warnock, stjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, er afar ósáttur við landsliðsþjálfarann Heimi Hallgrímsson eftir að hann lét Aron spila í vináttulandsleiknum gegn Írlandi nú á dögunum.

Aron lék allar 90 mínútur leiksins í 1-0 sigri, aðeins fjórum dögum fyrir leik Cardiff gegn Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Wolves sem fram fór í dag.

Warnock er allt annað en ánægður með þjálfarateymi landsliðsins fyrir að láta hann spila allan leikinn í „tilgangslausum æfingaleik".

„Við erum ósátt við að Aron spilaði heilan leik í tilgangslausum æfingaleik vegna þess að hann er fyrirliði. Mér finnst þetta vera skammarlegt og ég hef upplýst Heimi það," segir Warnock.

„Aron var ofkeyrður í dag og þú verður að hafa heila til þess að vera landsliðsþjálfari. Heimir baðst afsökunar en það skiptir mig litlu máli. Ég gaf honum viku frí í janúar til að hjálpa landsliðinu. Þeir ættu að gera það sama."

„Ég er á móti vináttulandsleikjum, fyrir alla muni spilið keppnisleiki, en að hafa vináttulandsleik á eftir keppnisleik, mér finnst þetta til skammar. Hvaða tilgangi á þetta að þjóna? Þetta mun ekki hjálpa neinum eftir tvö ár á Evrópumóti eða Heimsmeistaramóti,"
sagði Warnock
Athugasemdir
banner
banner
banner