Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. apríl 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Jón Kaldal velur draumalið Arsenal
Vieira er að sjálfsögðu í liðinu.
Vieira er að sjálfsögðu í liðinu.
Mynd: Getty Images
Jón Kaldal.
Jón Kaldal.
Mynd: .
Thierry Henry og Jens Lehmann eru í liðinu.
Thierry Henry og Jens Lehmann eru í liðinu.
Mynd: Getty Images
Fredrik Ljungberg á sprettinum.
Fredrik Ljungberg á sprettinum.
Mynd: Getty Images
Gilberto Silva.
Gilberto Silva.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Þar sem enginn fótbolti er í gangi á Englandi þessa dagana þá er tilvalið að líta aðeins um öxl. Fótbolti.net fékk Jón Kaldal, stuðningsmann Arsenal, til að velja úrvalslið leikmanna sem hafa spilað með liðinu í gegnum tíðina.

Sjá einnig:
Kristján Atli velur draumalið Liverpool
Kristján Óli velur draumalið Man Utd
Siggi Helga velur draumalið Manchester City
Jóhann Már velur draumalið Chelsea
Hjálmar Örn velur draumalið Tottenham
Tommi Steindórs velur draumalið West Ham
Maggi Bö velur draumalið Crystal Palace
Leifur Garðars velur draumalið Everton

„Val mitt litast mjög af liðinu sem fór í gegnum tímabilið 2003 til 2004 ósigrað. Eðilega, þetta er besta lið Arsenal og í sögu enska fótboltans. Ekki tókst að stöðva leikjahrinu þess án taps fyrr en með sögulegri hjálp Mike Riley og félaga hans í dómaratríóinu haustið 2004. Það sýður enn á mér þegar ég hugsa um þann leik," segir Jón.

„Ég stilli liðinu í 442 en þetta er mannskapur sem myndi rúlla upp 433 líka. Það skortir ekkert upp á tæknilega getu þarna en þetta er ekki lið sem myndi spila tikitaka bolta heldur myndi valta yfir andstæðinga af mikilli árásargirni, hraða, krafti og miskunnarleysi."

„Ljungberg og Cole eru þeir einu sem eru undir 180 cm en hvorugur þeirra óttaðist nokkurn mann í návígi. Reyndar er allur þessi hópur skipaður karakterum sem maður myndi vilja hafa við hlið sér ef einhverjir dólgar ætluðu sér að vera með derring."


Jens Lehmann
Þjóðverjinn er sjálfsagt einn mesti harðjaxl sem hefur spilað fyrir Arsenal. Hann var frábær milli stanganna og í teignum. Umfram allt var hann þó magnaður stjórnandi sem aftasti maður í vörn. Hann hélt hreinu tíu leiki í röð og fékk ekki á sig mark í 995 mínútur í aðdragandaa úrslitaleiks Meistaradeildarinnar 2006. Það met stendur enn.
Lauren
Kamerúinn var miðjumaður hjá Mallorca áður en Wenger fékk hann til að taka að sér hægri bakvarðastöðuna. Það fór aldrei bæði maður og bolti fram hjá honum, eins og Ronaldo fékk svo eftirminnilega að kenna á þegar United var í heimsókn. Lauren lét ekkert koma sér í jafnvægi og tók svellköld víti þegar mikið lá við.



Martin Keown
Eldfljótur, líkamlega sterkur og góður með boltann. Var gjörsamlega óþolandi fyrir sóknarmenn að vera með hann á sér. Heittelskaður af stuðningsmönnum Arsenal. Keown var í varnarþjálfarateyminu hjá Arsenal þegar liðið setti Meistaradeildarmetið 2006.

Sol Campbell
Stóri Sol varð goðsögn hjá Arsenal þó hann hafi alist upp hjá Tottenham. Frábær varnarmaður, gríðarlega öflugur maður á mann og sterkur í loftinu, bæði í eigin teig og við mark andstæðinganna.

Ashley Cole
Því miður missti Arsenal Cole í greipar rússneska oligarkans í Vestur-London á versta tíma. Cole var þá orðinn einn besti vinstri bakvörður heims og hafði reynst uppeldisfélagi sínu frábærlega. Hann var sóknarmaður í yngri flokkunum en Wenger áttaði sig á því í hvaða stöðu hann gæti skarað fram úr.

Freddie Ljungberg
Ljungberg hóf feril sinn hjá Arsenal með því að vippa boltanum yfir Peter Schmeichel eftir að komið inn á sem varamaður nokkrum mínútum áður og varð þar með strax eftirlæti stuðningsmanna. Tímasetningar Ljungberg í hlaupum inn í teig voru óaðfinnanlegar. Hann var alltaf góður, vinnusemin óaðfinnanleg í varnar- og sóknarleiknum, en allra bestur var hann þegar mest á reyndi í stórleikjunum.

Gilberto Silva
Brasilíska miðjumanninum var stundum lýst þannig að enginn væri betri í svörtu vinnunni miðjunni. Hann var líka kallaður ósýnilegi múrinn. Hans listgrein var að loka sendingaleiðum og staðsetja sig þannig að hægt var að halda rennitæklingum á síðustu stundu í algjöru lágmarki. Slíkur leiklestur er ekki með hólf í tölfræðigreiningum nútímans en er algjörlega ómetanlegur.

Patrick Vieira
Fyrsti maður á blað í hvaða liði hvar sem er og hvenær sem er. Enn verið að tala um að Arsenal hafi aldrei tekist að fylla í skarð hans. Það er í raun fáránleg umræða. Vieira var einstakur leikmaður.

Pierre-Emile Aubameyang
Auba kemur inn á vinstri vænginn sjónarmun á undan Robert Pires og jafnvel þó að spurning sé um hvort hann og Henry gætu spilað í sama liði þegar haft er í huga hversu mikið Henry leitaði alltaf út á vinstri kantinn. Það er bara ekki hægt að ganga fram hjá Auba. Ég hef líka trú á að þeir tveir gætu áreynslulaust skipt á stöðum í leikjum sem væri algjör martröð fyrir varnarmenn andstæðinganna.

Dennis Bergkamp
Stórbrotinn leikmaður. Yfirsýn hans og boltameðferð voru engu lík. Það voru forréttindi að horfa á hann spila leikinn. Hann var orðinn stjarna þegar hann kom til liðsins og átti stóran þátt í að lyfta leikmanahópnum á næsta plan með æfingahörku sinni og einbeitingu. Var nett fól eins og svo margir hollenskir framherjar hafa verið. Varnarmenn áttu aldrei neitt inni hjá honum.



Thierry Henry
Besti leikmaður allra tíma sem hefur spilað fyrir Arsenal. Ótrúlegur íþróttamaður og var á köflum einfaldlega óstöðvandi á vellinum. Hafði allt. Líkamlega burði, tækni og það sem mestu skipti hugarfarið.



Bekkurinn
Seaman
Adams
Pires
Fabregas
Persie
Winterburn

Þjálfari: Arsene Wenger
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner