Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 01. apríl 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Rodrygo valinn besti ungi leikmaðurinn í heiminum
Mynd: Getty Images
Rodrygo Goes, kantmaður Real Madrid, hefur verið valinn besti ungi leikmaðurinn í heiminum í vali sem vefsíðan Goal.com stóð fyrir.

Leikmenn í valinu urðu að vera fæddir 1. janúar 2001 eða síðar.

Rodrygo var á toppnum í valinu en Ansu Fati hjá Barcelona kom í öðru sæti og Mason Greenwood hjá Manchester United var þriðji.

Leikmenn eins og Jadon Sancho, Justin Kluivert og Gianluigi Donnarumma hafa áður unnið þessi verðlaun.

Topp tíu í valinu
1. Rodrygo (Real Madrid)
2. Ansu Fati (Barcelona
3. Mason Greenwood (Manchester United)
4. Reinier (Real Madrid)
5. Eduardo Camavinga (Rennes)
6. Gabriel Martinelli (Arsenal)
7. Lee Kang-in (Arsenal)
8. Mohamed Ihattaren (PSV Eindhoven)
9. Takefusa Kubo (Real Madrid - Á láni hjá Mallorca)
10. Ryan Gravenberch (Ajax)
Athugasemdir
banner
banner
banner