Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 01. apríl 2021 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Raiola og Haaland eru í Barcelona
Mynd: Twitter
Spænski miðillinn SPORT greindi frá því í morgun að Mino Raiola, umboðsmaður Erling Braut Haaland, sé lentur í Barcelona. Fabrizio Romano hefur staðfest fregnirnar.

Alf-Inge Haaland, faðir Erling Braut, er sagður vera í för með Raiola sem var í viðræðum við Borussia Dortmund í gær.

Haaland er að skoða í kringum sig enda hefur hann verið að raða inn mörkunum með Dortmund þrátt fyrir slakt gengi liðsins.

Norðmaðurinn ungi er eftirsóttur af öllum stærstu félögum heims og getur í raun valið hvert hann fer.

Barcelona ætlar að reyna við sóknarmanninn öfluga sem er talinn kosta 180 milljónir evra. Börsungar vilja borga 150 milljónir.

Haaland er með söluákvæði í samningi sínum sem tekur gildi í júní 2022. Ekki er ljóst hversu hátt ákvæðið er, einhverjir telja það nema 75 milljónum evra en aðrir segja það fara yfir 100 milljónir.

Haaland er 20 ára gamall og hefur skorað 49 mörk í 49 keppnisleikjum með Dortmund.

Raiola og Haaland munu ferðast saman næstu vikurnar og ræða við stærstu félög Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner