Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. Fjölnir 227 stig
2. Þór 224 stig
3. Keflavík 193 stig
4. Víkingur Ó. 184 stig
5. Þróttur R. 133 stig
6. Fram 121 stig
7. Leiknir R. 120 stig
8. Haukar 108 stig
9. Grótta 104 stig
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig
1. Fjölnir
Lokastaða í fyrra: Fjölnismenn féllu úr Pepsi-deild karla í fyrra eftir fimm ára veru í deild þeirra bestu. Ólafur Páll Snorrason þjálfari Fjölni í fyrra á sínu fyrsta ári sem meistaraflokksþjálfari og náði liðið aðeins í fjóra sigra í Pepsi-deildinni. Tímabilið var mikil vonbrigði.
Þjálfarinn: Ásmundur Arnarsson er kominn aftur í Grafarvoginn eftir að hafa þjálfað þar lengi áður en hann fór í Safamýrina og síðan í Kópavoginn í kvennaboltann. Ásmundur tekur við liðinu af Ólafi Páli Snorrasyni sem þjálfaði liðið í eitt ár.
Styrkleikar: Þrátt fyrir að hafa misst lykilmenn frá því í fyrra er leikmannahópur Fjölnis gríðarlega sterkur og enn með kjarna af leikmönnum sem hafa verið lengi í Fjölni. Auk þess hefur liðið fengið til sín sterka leikmenn sem styrkja liðið. Rasmus Christiansen kom á láni frá Val og Albert Brynjar Ingason frá Fylki. Leikmenn sem eiga að vera meðal bestu manna í deildinni.
Veikleikar: Margir leikmenn Fjölnis njóta sín best þegar hratt er sótt gegn andstæðingunum en ljóst er að mörg lið muni liggja ansi djúpt gegn Grafarvogsliðinu í sumar. Það er eitthvað sem þeir gulu þurfa að finna svör við.
Lykilmenn: Hans Viktor Guðmundsson, Guðmundur Karl Guðmundsson, Albert Brynjar Ingason
Gaman að fylgjast með: Valgeir Lunddal Friðriksson og Jóhann Árni Gunnarsson. Valgeir lék 12 leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni í fyrra og vakti mikla athygli. Jóhann Árni kom við sögu í tveimur leikjum í fyrra. Hlutverk þeirra beggja gæti orðið stærra í sumar.
Komnir:
Albert Brynjar Ingason frá Fylki
Atli Gunnar Guðmundsson frá Fram
Jón Gísli Ström frá ÍR
Steinar Örn Gunnarsson frá ÍR
Rasmus Christiansen frá Val (Á láni)
Farnir:
Almarr Ormarsson í KA
Birnir Snær Ingason í Val
Igor Jugovic
Mario Tadjevic til Króatíu
Valmir Berisha í Álasund (var á láni)
Torfi Tímoteus Gunnarsson í KA (Á láni)
Þórður Ingason í Víking R.
Þórir Guðjónsson í Breiðablik
Ægir Jarl Jónasson í KR
Fyrstu þrír leikir Fjölnis
5. maí Fjölnir – Haukar
10. maí Fram - Fjölnir
18. maí Fjölnir - Magni
Athugasemdir