Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 01. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þrír leikmenn Köln með veiruna
Mynd: Getty Images
Það eru slæmar fréttir að berast frá Þýskalandi þar sem vonast var að deildartímabilið færi aftur af stað 9. maí. Í gær var sú dagsetning færð aftur um viku, til 16. maí, og í dag berast fregnir af þremur smituðum leikmönnum í herbúðum FC Köln.

Leikmennirnir þrír eru ekki nafngreindir en þeir hafa verið að æfa með restinni af hópnum undanfarna daga. Þeir sýktu eru sendir í sóttkví en restin af liðinu heldur áfram að æfa og verður áhugavert að sjá hvort smitið berist lengra.

Ef aðrir leikmenn smitast ekki væri það mjög gott merki fyrir knattspyrnuheiminn, en að sama skapi væri það afar neikvætt ef fleiri leikmenn liðsins yrðu greindir með kórónuveiruna á næstu vikum. Það gæti sett framtíð knattspyrnuheimsins í hættu.

Þjóðverjar eru sú stórþjóð í Evrópu sem hefur tekist að höndla faraldurinn best. Smittíðnin er lág og aðgerðir stjórnvalda ekki jafn íþyngjandi og í öðrum löndum.

Köln er í tíunda sæti þýsku deildarinnar, með 32 stig eftir 25 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner