Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   lau 01. maí 2021 22:41
Stefán Marteinn Ólafsson
Davíð Þór: Hefðum viljað bæta við þriðja og fjórða markinu
Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH.
Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsótti Fylkismenn á Wurth í Árbænum þegar fyrsta umferð Pepsi Max deildar karla hélt áfram í kvöld.

Það voru FH sem sótti öll stigin í kvöld en þeir sigruðu Fylkismenn 0-2 með mörkum frá Steven Lennon og Matthíasi Vilhjálmssyni.

„Ánægja, við unnum 2-0 á erfiðum útivelli og héldum marki okkar hreinu og erum mjög sáttir með það," sagði Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  2 FH

„Mjög mikilvægt að byrja á sigri og það er það sem við ætluðum okkur í kvöld og það tókst á nokkuð sannfærandi máta. Það breytir náttúrulega leiknum að þeir missa mann út af eftir rúmar 30 mínútur en við gerðum þetta mjög vel og vorum duglegir að láta boltann ganga. Við sköpuðum okkur fullt af góðum stöðum og kannski eina sem við getum sett út á að er að hefðum viljað bæta við þriðja og fjórða markinu en það er frábært að vinna."

FH er gríðarlega vel mannað í stöðum fremst á vellinum en Davíð Þór vill þó undirstrika að þeir séu vel mannaðir í öllum stöðum þó vopnabúrið þeirra fremst á vellinum sé afar glæsilegt.

„Við erum með mjög sterkt lið og það er alveg sama hvar þú lítur og ef þú lítur á bekkinn okkar í dag að þá erum við þar með fullt af möguleikum. Þeir þarna fram á við eru okkur mjög mikilvægir alveg eins og allir hinir og við bindum miklar vonir við það að þeir haldi áfram að gera það sem þeir hafa gert undanfarin ár sem er að skora mörk."

Daði Freyr varamarkvörður FH hefur verið orðaður við brottför frá liðinu.

„Það er ekkert ákveðið með það, hann er búin að vera frábær í vetur hjá okkur og okkar hugsun var kannski aðeins sú að hann væri kannski kominn á þann stað að hann þyrfti að fara spila stabílt, annað hvort í efstu deild eða 1. deild. Það er ekkert komið á hreint með það, þetta er möguleiki sem er verið að skoða og ég held að hann hefði haft gott af því en ef ekki að þá heldur hann bara áfram að berjast um markmannsstöðuna við Gunna."

Nánar er rætt við Davíð Þór í spilaranum hér fyrir ofan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner