Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. maí 2021 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fékk tvö gul á 90 sekúndna kafla í Pepsi Max frumraun sinni
Unnar Steinn Ingvarsson.
Unnar Steinn Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna er í gangi leikur Fylkis og FH í Pepsi Max-deildinni og það er kominn hálfleikur.

Staðan er 1-0 fyrir FH-inga en Steven Lennon skoraði mark FH úr vítaspyrnu um miðbik hálfleiksins.

Unnar Steinn Ingvarsson byrjaði hjá Fylki og spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi Max-deildinni. Hann hefur lokið leik, hann fékk enga draumabyrjun.

Unnar fékk nefnilega tvö gul á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleiknum og var rekinn af velli. Hann fékk fyrra gula spjald sitt fyrir brot á Herði Inga Gunnarssyni á 34. mínútu og á 36. mínútu var hann rekinn af velli þegar hann virtist fara með höndina á undan sér upp í skallabolta.

Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, mat það alla vega þannig og vísaði Unnari út af.

Það voru um 90 sekúndur á milli brotanna tveggja.

Unnar Steinn er efnilegur miðjumaður sem kom til Fylkis frá Fram eftir síðustu leiktíð.

Hægt er að fara í beina textalýsingu frá leiknum hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner