Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 01. maí 2021 19:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fólk heldur að ég sé í trúðalandi"
Scott Parker, stjóri Fulham.
Scott Parker, stjóri Fulham.
Mynd: Getty Images
Scott Parker, stjóri Fulham, hefur enn trú á því að liðið geti haldið sér upp í ensku úrvalsdeildinni.

Fulham er níu stigum frá öruggu sæti þegar liðið á eftir að spila fjóra leiki. Útlitið er ekki gott fyrir lærisveina Parker en hann hefur enn trú á verkefninu.

„Fjórir sigrar. Það er hægt. Við verðum að vinna fjóra leiki. Ég veit það að ef við höldum áfram að spila eins og við höfum verið að gera, þá getum við unnið Burnley, Southampton, Man Utd og Newcastle. Það verður erfitt en það er hægt," sagði Parker.

„Hver sem horfði á þennan leik í dag sá að við erum lið sem vill vinna," sagði Parker en hann var mjög stoltur af frammistöðunni í 2-0 tapi gegn Chelsea.

„Ég veit að við getum unnið fjóra leiki og það er okkar stefna. Fólk mun hlægja við sjónvarpið og það heldur örugglega að ég búi í trúðalandi. Kannski en ég hef trú þangað til gardínurnar eru dregnar niður."
Athugasemdir
banner
banner
banner