Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. maí 2021 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Lille endurheimti toppsætið - Þrír leikir eftir
Burak Yilmaz í fanginu á Ragga Sig.
Burak Yilmaz í fanginu á Ragga Sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lille heldur bara áfram að vinna sína leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Ef þeir vinna þá leiki sem þeir eiga eftir þá verða þeir meistarara.

Í kvöld fékk Lille lið Nice í heimsókn. Burak Yilmaz hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og hann skoraði á 13. mínútu leiksins. Hann kom Lille yfir og staðan var 1-0 í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Zeki Celik annað mark Lille. Tyrkirnir flottir fyrir toppliðið í kvöld.

Paris Saint-Germain komst á topp frönsku úrvalsdeildarinnar fyrr í dag en Lille er núna búið að endurheimta toppsætið. Lille er með eins stigs forystu á PSG þegar þrjár umferðir eru eftir. Mónakó situr í þriðja sæti og er fimm stigum frá toppnum með leik til góða.

Hvaða lið verður eiginlega franskur meistari þegar upp er staðið?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner