Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. maí 2021 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter með níu og hálfan fingur á bikarnum
Mynd: Getty Images
Inter er með níu og hálfan fingur á ítalska meistaratitlinum eftir sigur gegn Crotone á útivelli í dag.

Það var ekkert mark skorað í fyrri hálfleiknum en í þeim seinni skoruðu Christian Eriksen og Achraf Hakimi fyrir Inter. Á morgun verður Inter meistari ef Atalanta tekst ekki að vinna sinn leik gegn Sassuolo á útivelli.

Inter varð síðast ítalskur meistari fyrir 11 árum síðan en er núna með níu og hálfan fingur á bikarnum. Inter er með 14 stiga forystu á Atalanta þegar liðið á fjóra leiki eftir. Atalanta á fimm leiki eftir.

Hellas Verona og Spezia gerðu fyrr í dag 1-1 jafntefli í deild þeirra bestu á Ítalíu. Spezia er þremur stigum frá fallsvæðinu en Verona er um miðja deild.

Crotone 0 - 2 Inter
0-1 Christian Eriksen ('69 )
0-2 Achraf Hakimi ('90 )

Verona 1 - 1 Spezia
1-0 Eddie Salcedo ('46 )
1-1 Riccardo Saponara ('86 )

Leikur kvöldsins:
18:45 Milan - Benevento (Stöð 2 Sport 3)
Athugasemdir
banner
banner