Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. maí 2021 22:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Karólína eins og Ronaldo á æfingu - Risastór leikur á morgun
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kvennalið Bayern München leikur á morgun einn sinn stærsta leik í sögunni.

Kvennalið Bayern hefur aldrei komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en það gæti breyst á morgun, með Íslending innanborðs.

Liðin, Bayern og Chelsea, mætast í seinni leik sínum í undanúrslitunum í hádeginu á morgun. Leikurinn fer fram í London en fyrri leikurinn í Þýskalandi endaði 2-1 fyrir Bayern.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, sem er 19 ára, er á meðal leikmanna Bayern en hún var allan tímann á varamannabekknum í fyrri leiknum. Hún gæti komist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi.

Ef Bayern kemst í úrslitaleikinn þá verður það annað árið í röð þar sem Íslendingafélag kemst í úrslitin. Í fyrra fór Lyon alla leið í keppninni með Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs. Sara skoraði í úrslitaleiknum sem Lyon vann 3-1.

Bayern birtir skemmtilegar myndir af landsliðskonunni efnilegu á Twitter-síðu sinni í gær. Við myndina er skrifað: „SIUUUUUU," og er verið að grínast með það að Karólína sé þarna að leika eftir frægt fagn portúgölsku ofurstjörnunnar Cristiano Ronaldo.

Hægt er að lesa viðtal við Karólínu með því að smella hérna.

Íslenska þjóðin mun fylgjast vel með á morgun en leikurinn hefst klukkan 11:30 að íslenskum tíma. Því miður er þó ekki hægt að fylgjast með leiknum í íslensku sjónvarpi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner