Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. maí 2021 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Ný treyja Víkings frumsýnd í hverfinu!
Mynd: Víkingur
Víkingur kynnti í gær nýja keppnistreyju félagsins fyrir komandi tímabil, en eins og undanfarin ár munu meistaraflokkar félagsins klæðast keppnistreyjum frá Macron.

Á dögunum fór fram myndataka í hverfinu við þekkt kennileiti eins og Réttarholtsskóla og Eldofninn.

Þar voru treyjan og nokkrir leikmenn meistaraflokka félagsins í aðalhlutverki ásamt Grími rakara, að sjálfsögðu.

Bergur Guðnason, fatahönnuður, var listrænn stjórnandi verkefnisins og ljósmyndari var Vignir Daði Valtýsson.

Fyrirsætur voru Júlíus Magnússon, Logi Tómasson, Tara Jónsdóttir og Unnbjörg Ómarsdóttir leikmenn meistaraflokks karla og kvenna.

Umsjón með verkefninu höfðu Halldór Smári Sigurðsson og Guðjón Guðmundsson.

Þessi glæsilega Macron treyja verður til sölu í Víkinni og gefst stuðningsmönnum kostur á að forpanta eintak með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Fleiri myndir má sjá hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner