Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 01. maí 2021 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Brassarnir kláruðu leikinn fyrir Real Madrid
Casemiro.
Casemiro.
Mynd: EPA
Real Madrid er búið að minnka forskot Atletico Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.

Real tók á móti Osasuna á æfingasvæði sínu. Sigurinn var torsóttur en þeim tókst að landa honum.

Eder Militao, sem hefur verið mjög öflugur að undanförnu, skoraði á 76. mínútu og landi hans, miðjumaðurinn Casemiro, skoraði annað markið fjórum mínútum síðar.

Brassarnir sáu um Osasuna og er Real tveimur stigum á eftir Atletico þegar fjórar umferðir eru eftir. Mikil spenna þarna á toppnum en það er ekki heldur hægt að útiloka Sevilla og Barcelona í þessari baráttu.

Fyrr í kvöld vann Huesca óvæntan sigur á Real Sociedad. Sandro Ramirez skoraði sigurmarkið á 87. mínútu. Huesca kom sér upp úr fallsæti með sigrinum en Sociedad er í fimmta sæti.

Huesca 1 - 0 Real Sociedad
1-0 Sandro Ramirez ('87 )

Real Madrid 2 - 0 Osasuna
1-0 Eder Militao ('76 )
2-0 Casemiro ('80 )

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Atletico slapp með skrekkinn gegn Elche
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner