Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 01. maí 2021 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Diego spilaði í stórkostlegri endurkomu
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Jóhannesson var í byrjunarliði Real Oviedo á útivelli gegn Almeria í kvöld.

Almeria tók 2-0 forystu í leiknum og var með tveggja marka forystu þegar flautað var til hálfleiks. Oviedo sýndi hins vegar mikinn karakter í seinni hálfleiknum, kom til baka og jafnaði leikinn.

Diego hefur núna byrjað þrjá leiki í röð fyrir Oviedo eftir að hafa fengið fá tækifæri framan af tímabili.

Real Oviedo er í 14. sæti spænsku B-deildarinnar, sex stigum frá fallsæti þegar sex leikir eru eftir.

Diego á íslenskan föður og á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Íslandi, en hann spilaði síðasta landsleik sinn 2017. Samningur hans við Oviedo rennur út eftir tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner