Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 01. maí 2021 20:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýski bikarinn: Dortmund valtaði yfir spútniklið keppninnar
Bellingham skoraði síðasta mark Dortmund í leiknum.
Bellingham skoraði síðasta mark Dortmund í leiknum.
Mynd: Getty Images
Borussia D. 5 - 0 Holstein Kiel
1-0 Giovanni Reyna ('16 )
2-0 Giovanni Reyna ('22 )
3-0 Marco Reus ('26 )
4-0 Thorgan Hazard ('32 )
5-0 Jude Bellingham ('41 )

Borussia Dortmund er komið í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar eftir öruggan sigur á Holstein Kiel.

Holstein Kiel hefur staðið sig frábærlega í keppninn á þessu tímabili en þeirra ævintýri er núna lokið. Þeir slógu meðal annars Bayern München úr leik.

Hinn bandaríski Giovanni Reyna kom Dortmund í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútu leiksins. Marco Reus gerði þriðja markið á 26. mínútu og eftir rétt rúmlega hálftíma leik skoraði Thorgan Hazard fjórða markið.

Dortmund valtaði yfir Kiel í fyrri hálfleik. Hinn 17 ára gamli Jude Bellingham skoraði fimmta markið áður en flautað var til hálfleiks.

Engin mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum, lokatölur 5-0 - öruggur sigur Dortmund staðreynd.

Dortmund mun mæta RB Leipzig í úrslitaleiknum síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner