Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2022 10:20
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti svarar Pochettino - „Þjálfarar geta ekki alltaf sagt allan sannleikann"
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti
Mynd: EPA
Mauricio Pochettino, þjálfari Paris Saint-Germain, greindi frá því á dögunum að það væri hundrað prósent að hann og Kylian Mbappe yrðu áfram hjá félaginu en Carlo Ancelotti er ekki of viss með þessi orð hans.

Pochettino mætti á blaðamannafund á fimmtudag og var spurður út í framtíðina og sagði hann þar að hann og Mbappe myndu vera áfram hjá PSG á næstu leiktíð.

„100 prósent líkur í báðum málum. Þannig líður mér í dag og þetta er það sem ég get sagt við ykkur í dag. Ég get ekki sagt neitt annað, svona líður mér akkúrat núna," sagði Pochettino.

Mbappe hefur verið orðaður við Real Madrid en hann verður samningslaus í sumar og eru mestar líkur á því að hann fari til Spánar til að upplifa æskudrauminn.

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, var spurður út í þessi ummæli Pochettino og gaf hann ekki mikið fyrir það.

„Þjálfarar geta ekki alltaf sagt allan sannleikann á blaðamannafundum," sagði Ancelotti sem vonast til að fá Mbappe til liðs við sig í sumar.
Athugasemdir
banner
banner