sun 01. maí 2022 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: Auðvelt hjá Breiðabliki gegn FH
Blikar fagna í kvöld.
Blikar fagna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik 3 - 0 FH
1-0 Ísak Snær Þorvaldsson ('45 )
2-0 Kristinn Steindórsson ('71 )
3-0 Ísak Snær Þorvaldsson ('72 )
Lestu um leikinn

Breiðablik átti ekki í neinum vandræðum með FH í stórleik dagsins í Bestu deild karla.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og virtist sem svo að liðin færu markalaus inn í leikhléið. En svo tók Ísak Snær Þorvaldsson upp á því að skora flautumark.

Blikar voru með tögl og haldir á vellinum í seinni hálfleik og átti FH mjög erfitt með að spila sig í gegnum pressu Blika.

Annað markið kom á 71. mínútu og var það Kristinn Steindórsson, fyrrum leikmaður FH, sem gerði það eftir slæm mistök hjá Gunnari Nielsen, markverði FH.

Innan við mínútu síðar gerði Ísak Snær sitt annað mark og þriðja mark Blika. Hann var einn og óvaldaður í teignum og kláraði vel eftir sendingu frá Davíð Ingvarssyni.

Ísak Snær hefur verið stórkostlegur með Blikum í upphafi tímabils og er búinn að skora fjögur mörk í þremur leikjum.

Blikar eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á meðan FH er aðeins með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner