Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2022 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: Fyrsta stigið hjá ÍBV og Leikni
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
ÍBV 1 - 1 Leiknir R.
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('26 )
1-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('29 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

ÍBV og Leiknir R. mættust í fyrri leik dagsins í Bestu deild karla í dag. Fyrir leikinn voru bæði lið án stiga, en það átti eftir að breytast.

Heimamenn í ÍBV fóru betur af stað og þeir komust yfir á 26. mínútu. „Fyrsta markið er komið! Andri Rúnar kemur hér boltanum í netið með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Guðjóni Pétri," skrifaði Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson í beinni textalýsingu frá Vestmannaeyjum.

Þetta er fyrsta markið sem Andri Rúnar skorar á tímabilinu og þau verða eflaust fleiri, en því miður fyrir hann þá dugði þetta mark ekki til sigurs.

Leiknismenn jöfnuðu þremur mínútum síðar er boltinn fór af Eiði Aroni Sigurbjörnssyni og í netið.

Staðan var jöfn í hálfleik. Á 65. mínútu dró svo til tíðinda. „Dómarinn benti á vítapunktinn en skipti svo um skoðun og dæmdi hornspyrnu, líklega eftir ábendingu frá aðstoðardómaranum. Eyjamenn kölluðu eftir vítaspyrnu en Leiknismenn algjörlega brjálaðir yfir ákvörðuninni. Hornspyrna var svo niðurstaðan og ekkert kom út úr henni," skrifaði Sigurður í textalýsingu sinni.

Eyjamenn fengu ekki vítaspyrnu og þeir náðu ekki að ógna marki gestana nægilega mikið í seinni hálfleik. Gestirnir úr Breiðholti sköpuðu sér heldur mikið af góðum færum og var lokaniðurstaðan 1-1 jafntefli.

Bæði lið eru núna með eitt stig eftir þrjá leiki en gera má ráð fyrir því að Leiknismenn séu sáttari með þessi úrslit; að sækja stig á erfiðum útivelli í Eyjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner