Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2022 15:19
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið ÍBV og Leiknis R: Stigalaus lið mætast í Eyjum
Sigurður Heiðar Höskuldsson gerir fjórar breytingar á sínu liði frá síðasta leik.
Sigurður Heiðar Höskuldsson gerir fjórar breytingar á sínu liði frá síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Annar leikur 3. umferðar Bestu deildar karla fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í dag. Þar tekur ÍBV á móti Leikni R.


Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Leiknir R.

Bæði þessi lið eru stigalaus eftir fyrstu tvær umferðir Bestu deildarinnar og því verður án efa hart barist í dag. Flautað verður til leiks á Hásteinsvelli kl. 16:00 og eru byrjunarliðin lent.

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, gerir tvær breytingar á byrjunarliði Eyjamanna frá 0-3 tapinu gegn KA hér á Hásteinsvelli fyrir viku síðan. Þeir Breki Ómarsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom inni í byrjunarliðið og þeir Tómas Bent Magnússon og Atli Hrafn Andrason fá sér sæti á varamannabekknum í þeirra stað.

Hjá Leikni R. gerir Sigurður Heiðar Höskuldssson fjórar breytingar á sínu liði frá 0-3 tapinu gegn Stjörnunni á Domusnovavellinum síðastliðinn sunnudag. Sindri Björnsson, Jón Hrafn Barkarson, Róbert Hauksson og Mikkel Elbæk Jakobsen koma inni í liðið í dag. 

Hjá Leikni fara út úr byrjunarliðinu frá síðasta leik þeir Mikkel Dahl, Birgir Baldvinsson og Daníel Finns Matthíasson. Þar að auki er Emil Berger í leikbanni eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik.

Byrjunarlið ÍBV:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
3. Felix Örn Friðriksson
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Telmo Castanheira
10. Guðjón Pétur Lýðsson
19. Breki Ómarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson (f)
25. Alex Freyr Hilmarsson
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
99. Andri Rúnar Bjarnason

Byrjunarlið Leiknis R:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Maciej Makuszewski
8. Árni Elvar Árnason
11. Brynjar Hlöðversson
14. Sindri Björnsson
19. Jón Hrafn Barkarson
21. Róbert Hauksson
23. Dagur Austmann
28. Arnór Ingi Kristinsson
80. Mikkel Elbæk Jakobsen


Athugasemdir
banner
banner
banner