Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 01. maí 2022 14:43
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Ham og Arsenal: Átta breytingar
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

West Ham tekur á móti Arsenal í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hér er um að ræða hörkuleik þar sem liðin eru nágrannar og að berjast um sitthvort Evrópusætið.


Margir bjuggust við því að David Moyes, stjóri West Ham, myndi hvíla lykilmenn fyrir undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Eintracht Frankfurt næsta fimmtudag en það gerir hann ekki.

Moyes gerir fimm breytingar á milli leikja en hvílir aðeins tvo lykilmenn, þá Michail Antonio og Tomas Soucek. Ben Johnson og Alphonse Areola detta einnig úr liðinu ásamt Craig Dawson sem er í leikbanni. Declan Rice og Jarrod Bowen halda sínum sætum í liðinu.

Hamrarnir eru í meiðslavandræðum í vörninni og því virðist sem Aaron Cresswell muni vera við hlið Kurt Zouma í hjarta varnarinnar.

Mikel Arteta gerir þrjár breytingar á liði Arsenal eftir sigur gegn Manchester United í síðustu umferð. Takehiro Tomiyasu er kominn aftur úr meiðslum og byrjar í hægri bakverði í stað Cedric Soares á meðan Rob Holding kemur einnig inn í varnarlínuna fyrir Ben White sem er meiddur.

Síðasta breytingin á liði Arsenal er sú að Emile Smith Rowe byrjar á bekknum og kemur Gabriel Martinelli inn í byrjunarliðið í hans stað.

Arsenal þarf sigur til að endurheimta fjórða sætið af Tottenham.

West Ham: Fabianski, Coufal, Zouma, Cresswell, Fredericks, Noble, Rice, Fornals, Bowen, Benrahma, Lanzini.
Varamenn: Areola, Yarmolenko, Antonio, Vlasic, Diop, Masuaku, Soucek, Kral, Alese.

Arsenal: Ramsdale, Tomiyasu, Holding, Gabriel, Tavares, Elneny, Xhaka, Odegaard, Martinelli, Saka, Nketiah.
Varamenn: Leno, Lacazette, Smith Rowe, Cedric, Pepe, Lokonga, Kirk, Salah-Eddine, Swanson.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner