Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2022 08:20
Brynjar Ingi Erluson
Dallas meiddist illa - „Þetta er rosalega sárt"
Stuart Dallas fór meiddur af velli
Stuart Dallas fór meiddur af velli
Mynd: EPA
Norður-írski landsliðsmaðurinn, Stuart Dallas, meiddist illa í 4-0 tapi Leeds gegn Manchester City í gær og eru miklar líkur á því að hann verði lengi frá en Jesse March, stjóri Leeds, ræddi við fjölmiðla eftir leik.

Dallas var borinn af velli undir lok fyrri hálfleiks eftir baráttu hans við Jack Grealish en hann fann verulega til í hnénu.

Þetta var mikið högg fyrir Leeds sem missti einnig fyrirliðann, Liam Cooper, í upphitun fyrir leikinn.

Marsch var spurður út í meiðsli Dallas í viðtali við BBC eftir leik og hann segir þetta ekki líta vel út.

„Það er sárt það sem gerði fyrir Dallas. Við höldum að þetta sé mjög slæmt. Hann er með svo stórt hjarta og er rosalega stór partur af öllu sem tengist liðinu. Þess vegna finnum við rosalega fyrir þessu. Við vonum að það sé ekkert alvarlegt með Cooper. Hann fann eitthvað aðeins í hnénu," sagði Marsch.
Athugasemdir
banner
banner