Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. maí 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David James sá Sveindísi kasta - „Rory Delap væri stoltur"
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David James, fyrrum landsliðsmarkvörður Englendinga, var staddur í Þýskalandi í síðustu viku og sá þar leik Wolfsburg og Barcelona í Meistaradeild kvenna.

Wolfsburg vann leikinn 2-0 en það dugði liðinu ekki til að komast í úrslitaleikinn. Barcelona vann einvígið samanlagt 5-3.

Í liði Wolfsburg er Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins. Hún er ótrúlega góð í fótbolta en hún getur líka kastað boltanum langt.

Löngu innköst hennar nýtast ekki bara í íslenska landsliðinu, Wolfsburg nýtir þau líka. James deildi myndbandi af innkasti hjá Sveindís til fylgjenda sinna á Twitter.

„Vá! Jónsdóttir hjá Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af," skrifaði James.

Delap var miðjumaður sem var mjög frægur fyrir innköst sín með Stoke fyrir 10-15 árum síðan.

Hér að neðan má sjá tístið sem James, sem lék með ÍBV undir lok ferilsins, setti út.


Athugasemdir
banner
banner
banner