Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. maí 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Ligt minnist Raiola - „Ég elska þig"
Matthijs de Ligt.
Matthijs de Ligt.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola, sem var frægasti umboðsmaður í heimi, lést í gær. Hann var aðeins 54 ára gamall.

Raiola, sem var umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba, Erling Haaland og fleiri, var í nokkra mánuði búinn að vera að glíma við veikindi.

Matthijs de Ligt, varnarmaður Juventus, var einn af skjólstæðingum Raiola. Hann skrifaði langa færslu til minningar um vin sinn í dag og birti á samfélagsmiðlum.

„Kæri Mino, ég er ekki tilbúinn að skrifa þessi skilaboð og verð það líklega aldrei," skrifar De Ligt.

„Ég sakna þín nú þegar alltof mikið. Ég elska þig."

Hægt er að skoða færsluna í heild sinni fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner