Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. maí 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekki vanur að sjá þetta frá Jesper - „Setur hann í vinkilinn og ekkert við því að segja"
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jesper Juelsgård, leikmaður Vals, skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigrinum á KR í gær en það var mark af dýrari gerðinni og umdeilt líka.

Valsarar fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig KR þegar tuttugu mínútur voru eftir. Jesper kom til Vals frá AGF fyrir tímabilið en hann skoraði fyrsta mark sitt í Bestu deildinni með gullfallegri aukaspyrnu í vinkilinn.

Markið þótti umdeilt og ræddi Kjartan það í viðtalinu í gær en KR-ingar vildu fá aukaspyrnu í aðdraganda marksins.

Kjartan, sem spilaði á móti Jesper í mörg ár í Danmörku, er ekki vanur því að sjá þetta frá honum.

„Jesper félagi minn úr AGF sem ég er búinn að spila á móti í mörg ár. Ég er ekki vanur að sjá þetta frá honum. Hann setur hann í vinkilinn og það er ekkert við því að segja," sagði Kjartan við Fótbolta.net.

„Nei, hann fékk ekki að taka þetta allt saman hjá AGF. Hann er með frábæran vinstri fót og við töluðum um það fyrir leikinn og hann sannaði það í kvöld en mér er alveg sama um hann. Ég verð að hugsa um mitt lið og leikur á laugardaginn næsta gegn KA heima og við þurfum að gíra okkur í það."

Engin draumabyrjun

KR-ingar hafa aðeins unnið einn leik og tapað tveimur en Kjartan telur það ekki nógu gott.

„Nei, alls ekki. Engin draumabyrjun. Spiluðum frábærlega á móti Breiðabliki og vorum betri aðilinn en nýttum ekki færin. Í dag fannst mér við jafngóðir og Valur og við verðum að taka það með okkur. Það er nóg eftir af þessu og geggjað að þetta sé byrjað," sagði hann í lokin.
Kjartan Henry: Ég er extra pirraður og það vita flestir útaf hverju það er
Athugasemdir
banner
banner