Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 01. maí 2022 15:01
Ívan Guðjón Baldursson
England: Everton tók þrjú stig gegn Chelsea - Spurs í fjórða
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Lærisveinar Frank Lampard eru komnir einu skrefi nær því að bjarga sér frá falli eftir frækinn sigur gegn sterku liði Chelsea.


Staðan var markalaus eftir jafnan og bragðdaufan fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var meiri skemmtun þar sem Richarlison tók forystuna fyrir heimamenn strax í upphafi. Richarlison skoraði eftir hrikaleg mistök Cesar Azpilicueta sem tapaði boltanum sem aftasti varnarmaður.

Gestirnir frá London reyndu að sækja jöfnunarmark og áttu mikið af marktilraunum en þær báru ekki árangur. Heimamenn í Liverpool fengu færi til að tvöfalda forystuna og innsigla sigurinn en það tókst ekki.

Enginn skoraði og urðu lokatölur 1-0 fyrir Everton. Lífsnauðsynleg stig fyrir Everton sem er núna aðeins tveimur stigum frá Burnley og Leeds í öruggu sæti og með leik til góða.

Everton 1 - 0 Chelsea
1-0 Richarlison ('47)

Tottenham er þá komið uppfyrir Arsenal og í fjórða sæti eftir góðan sigur á hálfgerðu varaliði Leicester.

Brendan Rodgers er að hvíla lykilmenn Leicester fyrir undanúrslitaleik Sambandsdeildarinnar gegn Roma á fimmtudaginn.

Tottenham var betri aðilinn gegn Leicester og var Son Heung-min allt í öllu. Hann lagði upp fyrsta markið fyrir Harry Kane sem skallaði hornspyrnu Son í netið og var staðan 1-0 í hálfleik.

Dejan Kulusevski kom inn af bekknum í síðari hálfleik og lagði upp næstu tvö mörk fyrir Son. Annað þeirra var afar fallegt og staðan orðin 3-0 fyrir Tottenham. 

Kelechi Iheanacho minnkaði muninn í uppbótartíma og urðu lokatölur 3-1. Tottenham er einu stigi fyrir ofan erkifjendur sína í Arsenal í baráttunni um fjórða sætið. Arsenal á leik til góða á útivelli gegn West Ham í dag.

Tottenham 3 - 1 Leicester
1-0 Harry Kane ('22)
2-0 Son Heung-min ('60)
3-0 Son Heung-min ('79)
3-1 Kelechi Iheanacho ('91)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner