Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. maí 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Miðverðir Arsenal sáu um West Ham
Rob Holding, miðvörður Arsenal.
Rob Holding, miðvörður Arsenal.
Mynd: EPA
West Ham 1 - 2 Arsenal
0-1 Rob Holding ('38 )
1-1 Jarrod Bowen ('45 )
1-2 Gabriel Magalhaes ('54 )

Arsenal endurheimti fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni með sigri á West Ham í dag.

Það var alveg ljóst fyrir fram að þetta yrði ekki auðveldur dagur á skrifstofunni fyrir Arsenal þar sem West Ham er með virkilega gott lið - eins og sést hefur á þessari leiktíð.

Gestirnir í Arsenal mættu í leikinn staðráðnir í að ná í sigur og þeir tóku forystuna á 38. mínútu þegar miðvörðurinn Rob Holding skoraði. Forystan var hins vegar ekki langlíf þar sem Jarrod Bowen jafnaði metin áður en flautað var til hálfleiks.

Í byrjun seinni hálfleiks tók Arsenal aftur forystuna og aftur var það miðvörður sem skoraði. Í þetta skiptið var það Gabriel Magalhaes sem kom boltanum yfir línuna.

Arsenal náði að halda út og landa góðum sigri á erfiðum útivelli. Loktölur 1-2 fyrir Arsenal sem er með tveimur stigum meira en nágrannarnir í Tottenham. Þetta verður spennandi barátta næstu vikur um síðasta Meistaradeildarsætið. West Ham situr í sjöunda sætinu.
Athugasemdir
banner
banner