Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2022 20:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Munar einu stigi fyrir lokaumferðina
Miedema gerði tvö mörk í dag.
Miedema gerði tvö mörk í dag.
Mynd: Getty Images
Það ríkir mikil spenna fyrir lokaumferðinni í úrvalsdeild kvenna í Englandi.

Það eru tvö lið að berjast um titlinn; Arsenal og Chelsea. Eftir leiki dagsins, þá munar aðeins einu stigi á liðunum.

Arsenal lék á als oddi gegn Aston Villa í dag og tókst að landa risa sigri, 7-0. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema gerði tvö mörk í leiknum.

Chelsea lenti í aðeins meiri vandræðum í sínum leik í dag, en Pernille Harder gerði sigurmarkið í 0-1 sigri liðsins gegn Birmingham. Sigurmarkið kom af vítapunktinum.

Það skýrist í lokaumferðinni eftir viku hvaða lið verður meistari. Chelsea fær Manchester United, liðið sem er í þriðja sæti, í heimsókn á meðan Arsenal heimsækir West Ham, liðið sem Dagný Brynjarsdóttir spilar með.

Ríkjandi meistarar Chelsea eru með forskotið og þarf því Arsenal að treysta á að Man Utd vinni eða geri jafntefli gegn Chelsea í lokaumferðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner