Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. maí 2022 00:12
Brynjar Ingi Erluson
Haaland kveður Raiola - „Sá besti"
Mynd: Twitter
Ítalski ofur umboðsmaðurinn Mino Raiola lést fyrr í dag eftir nokkurra mánaða baráttu við veikindi en ein stærsti skjólstæðingur hans kvaddi hann á samfélagsmiðlum í dag.

Raiola var með leikmenn á borð við Paul Pogba, Zlatan Ibrahimovic, Erling Braut Haaland og Marco Verratti á sínum snærum ásamt fjölda annarra knattspyrnumanna.

Hann var einn sá erfiðasti í bransanum og sagði Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, meðal annars í ævisögu sinni að það væru einn eða tveir umboðsmenn í heiminum sem honum líkaði ekki vel við og var Raiola annar þeirra.

Haaland mun yfirgefa Borussia Dortmund og að öllum líkindum ganga til liðs við Manchester City en Raiola og Alf Inge Haaland, faðir Erling, voru í viðræðum við félagið áður en Raiola lést.

Framherjinn syrgir nú fyrrum umboðsmann sinn og segir að hann sé sá besti.

Mido, fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham og egypska landsliðsins, skrifaði þá einnig um Raiola.

„Sorglegt að heyra þær fréttir að Mino Raiola sé látinn. Ég lærði svo mikið af honum og ég vildi óska þess að ég hefði hlustað aðeins meira á þig. Hann barðist alltaf fyrir leikmennina, alveg óháð því hvar sat hinum megin við borðið," skrifaði Mido.


Athugasemdir
banner
banner
banner