Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. maí 2022 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Hvað geriru ef leikmaðurinn þinn vill fara?
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Á föstudag var greint frá því að Daníel Finns Matthíasson, einn besti leikmaður Leiknis á undirbúningstímabilinu, vildi fara frá félaginu.

Athygli var vakin á þessu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football og greint frá því að Stjarnan hefði boðið í leikmanninn og að leikmaðurinn vildi fara í Stjörnuna. Fleiri félög hafa, samkvæmt heimildum Fótbolta.net, áhuga á því að fá Daníel í sínar raðir.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Leiknir R.

Klukkan 16:00 mætir Leiknir liði ÍBV í sex stiga leik. Bæði lið eru án stiga eftir tvo leiki og vilji beggja liða að koma sér á blað í Bestu deildinni. Leikurinn fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannayejum og klukkutíma fyrir leik verður byrjunarlið Leiknis opinberað. Þá mun koma í ljós hvaða ákvörðun Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, hefur tekið með Daníel.

Byrjar hann leikinn eins og fyrstu tvo leiki tímabilsins? Verður hann á bekknum og nýttur ef Leiknir þarf á marki að halda eða er hann kominn út í kuldann; settur út úr hópnum þar til ákvörðun með framtíð hans verður tekin? Vill Daníel yfir höfuð spila leikinn?

Það verður áhugavert að fylgjast með þróun málsins. Samningur Daníels rennur út í lok árs og fram hefur komið að hans vilji sé að yfirgefa uppeldisfélagið. Daníel er 21 árs sóknarþenkjandi miðjumaður sem á að baki einn leik fyrir U21 landsliðið.

Félagsskiptaglugginn lokar þann 11. maí.

Sjá einnig:
Stjarnan boðið í Daníel Finns sem vill fara frá Leikni
Athugasemdir
banner
banner
banner