Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 01. maí 2022 14:27
Ívan Guðjón Baldursson
Íslendingaliðin með fullt hús - Celtic í úrslit
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði fyrri hálfleikinn í stórsigri Vålerenga gegn Avaldsnes í efstu deild í Noregi.


Vålerenga gerði þrjú mörk í hvorum hálfleik og stóð uppi sem 6-0 sigurvegari. Liðið er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir en næsti leikur gæti farið langleiðina með að ráða úrslitum þegar líður á deildartímabilið.

Vålerenga á næst leik við Brann sem er einnig með fullt hús stiga. Svava Rós Guðmundsdóttir er á mála hjá liðinu og kom hún af bekknum í sigri í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem er einnig í herbúðum Brann, er frá vegna meiðsla.

Brann sigraði Kolbotn og fékk Svava Rós að spila síðasta stundarfjórðunginn í 2-1 sigri.

Þá spilaði Selma Sól Magnúsdóttir í tapi Rosenborg gegn Lyn, 0-1. Hún kom inn á sem varamaður eftir um klukkutíma leik.

Vålerenga 6 - 0 Avaldsnes

Brann 2 - 1 Kolbotn

Rosenborg 0 - 1 Lyn

María Catharina Ólafsdóttir Gros og stöllur í Celtic eru þá komnar í úrslitaleik skoska bikarsins eftir framlengingu gegn Hearts.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma en Charlie Wellings setti tvennu til að tryggja sigur í framlengingu.

Celtic mætir annað hvort Partick Thistle eða Glasgow FC í úrslitaleik.

Hearts 0 - 2 Celtic
0-1 Charlie Wellings ('108)
0-2 Charlie Wellings ('110)


Athugasemdir
banner
banner
banner