sun 01. maí 2022 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Inter tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum
Lautaro Martinez, sóknarmaður Inter.
Lautaro Martinez, sóknarmaður Inter.
Mynd: EPA
Inter tókst að minnka forskot nágranna sinna í AC Milan á toppi ítölsk úrvalsdeildarinnar aftur í tvö stig er þeir lögðu Udinese að velli á þessum ágæta sunnudegi.

Ivan Perisic létti pressunni af Inter þegar hann skoraði á 12. mínútu og fyrir hálfleik bætti Lautaro Martinez við marki þegar hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem hann klúðraði sjálfur.

Ignacio Pussetto minnkaði muninn í seinni hálfleiknum en Udinese komst ekki lengra og lokatölur 1-2 fyrir Inter sem er í öðru sæti með tveimur stigum meira en AC Milan þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu.

Í kvöld gerðu svo lærisveinar Jose Mourinho í Roma markalaust jafntefli gegn Bologna á heimavelli. Roma er í sjötta sæti og Bologna er í 13. sætinu.

Roma 0 - 0 Bologna

Udinese 1 - 2 Inter
0-1 Ivan Perisic ('12 )
0-2 Lautaro Martinez ('39 )
1-2 Ignacio Pussetto ('72 )

Önnur úrslit:
Ítalía: Milan með fimm stiga forystu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner