Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2022 15:15
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Milan með fimm stiga forystu
Bonucci með sjaldgæfa tvennu
Mynd: EPA
Mynd: EPA

AC Milan er komið með fimm stiga forystu á toppi ítölsku deildarinnar eftir 1-0 sigur gegn Fiorentina í dag.


Staðan var markalaus allt þar til á lokakaflanum þegar Rafael Leao kom boltanum í netið eftir hrikaleg mistök hjá Pietro Terracciano á milli stanga Fiorentina. Terracciano misreiknaði sig eitthvað þegar hann senti boltann frá sér og gaf hann beint í lappirnar á Leao.

Milan er því með fimm stiga forystu á nágranna sína í Inter sem eiga leik til góða gegn Udinese í kvöld.

Milan 1 - 0 Fiorentina
1-0 Rafael Leao ('82)

Juventus mætti til leiks í morgun þegar liðið fékk botnlið Venezia í heimsókn og úr varð furðu jafn leikur þar sem Leonardo Bonucci reyndist hetja heimamanna.

Miðvörðurinn skoraði sjaldgæfa tvennu til að tryggja 2-1 sigur Juve sem er öruggt í fjórða sæti, einu stigi eftir Napoli í þriðja. Hvorugt liðið á raunhæfa möguleika á að ná Milan á toppinum.

Empoli og Torino áttust þá einnig við í þýðingarlitlum leik þar sem bæði lið sigla lygnan sjó.

Heimamenn í Empoli leiddu 1-0 þangað til í lokin þegar ótrúlega dramatískur kafli tók við sem sá tvö rauð spjöld og tvær vítaspyrnur.

Torino vann að lokum 1-3 þar sem Andrea Belotti gerði þrennu á síðasta korteri leiksins.

Juventus 2 - 1 Venezia
1-0 Leonardo Bonucci ('7)
1-1 Mattia Aramu ('71)
2-1 Leonardo Bonucci ('76)

Empoli 1 - 3 Torino
1-0 Szymon Zurkowski ('56)
1-1 Andrea Belotti ('79, víti)
1-2 Andrea Belotti ('87, víti)
1-3 Andrea Belotti ('96)
Rautt spjald: Valerio Verre, Empoli ('59)
Rautt spjald: Petar Stojanovic, Empoli ('86)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner