Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. maí 2022 17:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Dagur ósáttur: Ekki í fyrsta sinn sem ég er tekinn af velli
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson sneri aftur í leikmannahóp AGF um helgina.

Leikmenn AGF voru ósáttir við að Jón Dagur var settur utan leikmannahópsins fyrir mánuði síðan. Íslenski landsliðsmaðurinn fékk þau skilaboð að hann myndi ekki spila meira á tímabilinu þar sem hann vildi ekki skrifa undir nýjan samning við félagið.

Félagið ákvað svo að skipta um skoðun. Illa hefur gengið hjá AGF síðan Jón Dagur var settur í frystikistuna og hann verður með í lokaleikjum tímabilsins.

Hann lék 67 mínútur í tapi liðsins gegn OB. Eftir leikinn fór hann í viðtal þar sem hann sagðist vera þreyttur á því að vera alltaf skipt af velli, en það gerist ekki oft að hann klári leikina sem hann byrjar hjá AGF.

„Ég hefði getað klárað leikinn en það er ekki í mínum höndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég er tekinn af velli. Í hreinskilni sagt, þá verð ég þreyttur á því en svona er þetta," sagði Jón Dagur sem ætlar að finna sér annað félag í sumar.
Athugasemdir
banner