Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. maí 2022 16:55
Ívan Guðjón Baldursson
Kjarnafæðismótið: KF skoraði níu í bronsleiknum
Mynd: KF

KF 9 - 1 Þór2
1-0 Aron Elí Kristjánsson ('17)
1-1 Ingimar Arnar Kristjánsson ('26)
2-1 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('38)
3-1 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('46)
4-1 Sævar Þór Fylkisson ('48)
5-1 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('49)
6-1 Aron Elí Kristjánsson ('50)
7-1 Sævar Þór Fylkisson ('51)
8-1 Aron Elí Kristjánsson ('53)
9-1 Þorsteinn Már Þorvaldsson ('65)


KF og Þór 2 mættust í úrslitaleik um þriðja sæti Kjarnafæðismótsins í dag og úr varð stórskemmtilegur leikur.

Aron Elí Kristjánsson tók forystuna fyrir KF á sautjándu mínútu en Ingimar Arnar Kristjánsson jafnaði fyrir ungt varalið Þórs.

Frá 38 mínútu leið svo tæpur hálftími af fótbolta þar sem KF gerði sér lítið fyrir og bætti átta mörkum við, eða eitt mark á tæplega fjögurra mínútna fresti.

Aron Elí fullkomnaði þrennuna sína, Þorsteinn Már Þorvaldsson setti fernu og þá gerði Sævar Þór Fylkisson tvö.


Athugasemdir
banner
banner
banner