Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. maí 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Lyngby á toppinn - Fyrsti sigur Vasalund
Mynd: Lyngby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sævar Atli Magnússon kom inn af bekknum er Lyngby vann toppslag gegn Helsingor í dönsku B-deildinni og náði þannig toppsætinu þegar fimm umferðir eru eftir.


Helsingor tapaði sínum fimmta deildarleik í röð og er í þriðja sæti, tveimur stigum eftir toppliðunum. Lyngby er á toppnum á markatölu, jafnt Horsens á stigum.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hefur verið að gera frábæra hluti frá því að hann tók við félaginu. Hann fékk nýjan samning að launum í apríl og stefnir með liðið beint upp í efstu deild.

Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby.

Lyngby 2 - 1 Helsingor
1-0 N. Mouritsen ('19, sjálfsmark)
1-1 T. Adamsen ('60)
2-1 E. Nielsen ('98)

Í Svíþjóð fékk Alexander Helgi Sigurðarson að spila síðustu 20 mínúturnar í 2-1 sigri Vasalund gegn Örebro Syr.

Þetta var fyrsti sigur Vasalund á tímabilinu og er liðið með sex stig eftir fimm umferðir í C-deildinni.

Nardo rústaði þá sínum leik í D-deild norska boltans, 5-2 sigur gegn Tiller.

Óttar Húni Magnússon er á mála hjá Nardo sem er komið með sjö stig eftir fjórar umferðir.

Í D-deildinni vann Íslendingaliðið Volda sinn fyrsta leik, gegn varaliði Kongsvinger.

Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur, skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í 1-2 sigri.

Birkir Þór Guðmundsson, sem var í Þrótti R. á síðasta tímabili, er einnig á mála hjá Volda. Fannar Berg Gunnólfsson, sem var aðstoðarþjálfari ÍA í fyrra, þjálfar liðið.

Vasalunds 2 - 1 Örebro Syr.

Nardo 5 - 2 Tiller


Athugasemdir
banner
banner
banner