Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 01. maí 2022 19:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd tilbúið að borga Martial til þess að fara
Anthony Martial.
Anthony Martial.
Mynd: EPA
Manchester United mun hugsanlega borga sóknarmanninum Anthony Martial til að yfirgefa félagið í sumar.

Martial fékk ekki að spila mikið fyrri hlutann á þessu tímabili og var hann lánaður til Sevilla á Spáni í janúar. Það hefur ekki gengið sérlega vel hjá honum eftir áramót og er mikil óvissa um framtíð hans.

The Sun segir frá því að United sé að skoða það að borga Martial út úr samningi sínum.

Hann er samningsbundinn Man Utd til 2024 og er að þéna 240 þúsund pund í vikulaun. Samkvæmt götublaðinu Sun þá er Man Utd að skoða það að borga Martial 12,5 milljónir punda til þess að gera honum auðveldara fyrir að semja við annað félag. Hann á inni 25 milljónir punda hjá United næstu tvö árin.

Önnur félög eru ekki tilbúin að borga honum þessi háu laun og er United sagt tilbúið að koma til móts við hann peningalega séð - að einhverju leyti - svo hann fari annað. Hann er ekki í plönum Erik ten Hag, nýs stjóra Man Utd.

Þrátt fyrir að hann hafi ekki náð að spila vel með Sevilla, þá hefur spænska félagið ekki útilokað að halda í hann á næstu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner