Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 01. maí 2022 13:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marcos Alonso á leið til Barcelona
Mynd: EPA

Fabrizio Romano greinir frá því að spænski bakvörðurinn Marcos Alonso sé á leið til Barcelona.


Hinn 31 árs gamli Alonso hefur verið hjá Chelsea í sex ár og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Barcelona hefur mikinn áhuga á að bæta honum við leikmannahópinn sinn og vill leikmaðurinn ólmur snúa aftur tiil heimalandsins á seinni hluta ferilsins.

Barca getur beðið eftir Alonso í eitt ár til að fá hann á frjálsri sölu, en leikmaðurinn vill helst fara í sumar. Hann ber þó virðingu fyrir Chelsea og er tilbúinn til að spila út samninginn ef félögin ná ekki samkomulagi um kaupverð.

Jordi Alba hefur átt fast byrjunarliðssæti í vinstri bakvarðarstöðu Barca undanfarin ár en gæti fengið alvöru samkeppni í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner