Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 01. maí 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndbönd: Trabzonspor vann í fyrsta sinn síðan 1984
Mynd: EPA

Tyrkneski fótboltinn er þekktur fyrir einstaklega mikla ástríðu þar sem stuðningsmenn hafa verið duglegir að skapa frábæra stemningu í gegnum tíðina.


Það er alltaf óhugnalegt að spila útileik í Tyrklandi vegna þess að andstæðingarnir eru tólf talsins, ellefu plús áhorfendur.

Það eru aðeins sex lið sem hafa unnið efstu deild í Tyrklandi og tryggði Trabzonspor sér sinn sjöunda Tyrklandsmeistaratitil í gær.

Þetta er í fyrsta sinn sem félagið vinnur tyrknesku deildina síðan 1984, en félagið vann einnig 1981, 1980, 1979, 1977 og 1976.

Það stóð ekki á fagnaðarlátunum eins og má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner