Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 01. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Rosaleg spenna í ítölsku B-deildinni - Þrjú lið berjast um titilinn í lokaumferðinni
Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce eru í góðri stöðu
Þórir Jóhann Helgason og félagar í Lecce eru í góðri stöðu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þrjú lið geta unnið B-deildina á Ítalíu þegar aðeins ein umferð en tveir Íslendingar verða í sviðsljósinu í lokaumferðinni.

Þórir Jóhann Helgason og hans menn í Lecce glutruðu niður eins marks forystu niður í tap á lokamínútunum.

Liðið var 1-0 yfir eða þangað til Vicenza jafnaði á fjórðu mínútu í uppbótartíma og skoraði svo liðið sigurmarkið þegar heilar þrettán mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma!

Lecce hefði með sigri unnið deildina og tryggt sæti sitt í efstu deild en nú þarf liðið að treysta á góð úrslit í lokaumferðinni. Liðið er á toppnum með 68 stig en liðið mætir botnliði Pordenone sem er fallið og er aðeins að spila um stoltið. Ef Lecce tapar í lokaumferðinni og Monza og Cremonese vinna þá fer Lecce í undanúrslit umspilsins, það er því mikið undir.

Monza, sem er í eigu Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, er í öðru sæti deildarinnar með 67 stig. Liðið mætir Perugia á útivelli í lokaumferðinni og á Monza möguleika á að vinna titilinn líkt og Lecce.

Þriðja liðið sem er í baráttu um titilinn er Cremonese. Liðið er með 66 stig í þriðja sæti en liðið heimsækir Como sem er í 12. sæti deildarinnar.

Annað sem vert er að pæla í er það er ekki markatala sem gildir fyrst í deildinni. PIsa, með Hjört Hermannsson innanborðs, er í 4. sæti deildarinnar.

Liðið er með 64 stig og þarf liðið að vinna síðasta leikinn gegn Frosinone og treysta á að Monza tapi í lokaumferðinni og að Cremonese tapi eða geri jafntefli og þá fer Pisa upp í efstu deild en Pisa var með hagstæðari úrslit innanbyrðis gegn báðum liðunum.

Ef allt fer á versta veg hins vegar hjá Pisa þá gæti liðið einnig misst af öruggu sæti í undanúrslit umspilsins og gæti þurft að fara í umspil um að komast í undanúrslit umspilsins, eins furðulegt og það kann að hljóma.

Það verður því spennandi að fylgjast með lokaumferðinni en hún er spiluð á föstudag og fara allir leikirnir fram klukkan 18:30.

Staða efstu liða:
1. Lecce 68 stig
2. Monza 67 stig
3. Cremonese 66 stig
4. Pisa 64 stig
5. Brescia 63 stig
6. Benevento 63 stig
7. Ascoli 62 stig
Athugasemdir
banner
banner